Um Tölvísi:
Tölvísi er nýtt íslenskt fyrirtæki sem er að byggja upp viðhorfahóp á Íslandi. Tölvísi er hluti af alþjóðlegu umsjónarkerfi viðhorfahópa að nafni Cint sem hefur höfuðstöðvar í Stokkhólmi. Cint hefur umsjón með yfir 1.500 viðhorfahópum með alls 19 milljónum meðlima í yfir 65 löndum. Þátttakendur fá greitt fyrir að svara könnunum sem hægt er að safna saman eða setja á eigin reikning á PayPal eða láta renna til tiltekinna góðgerðamála, íþróttahóps sem þú eða börnin þín tilheyra, björgunarsveita, o.s.frv.

Hvernig opna ég PayPal reikning?

Algengar spurningar?

Nýskrá

Til að gerast meðlimur í viðhorfahópi Tölvísi, fyllir þú út formið hér fyrir neðan og býrð til lykilorð fyrir þína notendasíðu.
Síðan staðfestir þú tölvupóstinn sem þú færð frá okkur við skráningu til að gerast fullgildur meðlimur.

Þar inni munu kannanir birtast sem eru í boði fyrir þig hverju sinni. Þú færð svo tölvupóst frá okkur í hvert sinn sem könnun bætist við

 

 

 

 

 

 

 

Innskrá

Ef þú átt í vandræðum með innskráningu, smelltu hér. Sumir netvafrar (web browsers) eru stilltir þannig að þeir hafna kökum frá þriðja aðila þegar notast er við innbyggða ramma (iframe) innan vefsíða, eins og þennan. Hægt er að prófa annan vafra en þann sem þú notar vanalega, t.d. Internet Explorer, Google Chrome eða Safari. Ef ekkert af þessu virkar er best að notast við þennan hlekk sem vísar á sér innskráningarsíðu.

 

 

- ALGENGAR SPURNINGAR ? -

Hvers vegna er beðið um bakgrunnsupplýsingar?

Þegar þú hefur skráð þig í viðhorfahóp Tölvísi átt þú kost á að fylla út í þær bakgrunnsupplýsingar sem eiga við um þig. Þetta eru nokkuð ítarlegar spurningar um þína hagi sem notaðar eru til að finna nánar markhópa fyrir kannanir. Þess vegna getur þú aukið líkurnar á að falla undir skilyrði sem sett eru fyrir hverja könnun fyrir sig með því að fylla út í sem flestar bakgrunnsupplýsingar. Tekið skal fram að þú þarft ekki að fylla inn í allar upplýsingar um þig en því fleiri upplýsingar, þeim mun meiri líkur eru á að þú fallir undir skilyrði fyrir tilvonandi kannanir.
Svo dæmi sé tekið, gæti hugsanlegur samstarfsaðili okkar viljað spyrja einungis skráða meðlimi sem hafa lægstu mánaðartekjur og eiga eitt barn eða fleiri undir 18 ára aldri, hvað þeim finnist um gæði skólamáltíða í skólum landsins sem fyrirfram skilgreindur markhópur. Þannig verður útsending þeirrar könnunar hnitmiðaðri og kostnaðarminni fyrir þann samstarfsaðila.

Hvað fæ ég greitt fyrir að svara könnun?

Fyrir það að svara könnunum færð þú greitt fyrir þann tíma og orku sem þú leggur í að viðra þínar skoðanir. Greiðslur fyrir kannanir fara þess vegna eftir því hversu langar kannanir eru hverju sinni. Eftir því sem kannanir verða lengri því hærri greiðslur eru í boði. Upphæðir greiðslna eru yfirleitt á bilinu 0.20 EUR og 1.80 EUR fyrir hverja könnun sem er svarað.

Hvenær og hvernig get ég leyst út peninginn minn?

Um leið og þú hefur safnað 5 EUR fyrir þátttöku í könnunum, getur þú millifært peninga þína á PayPal reikninginn þinn. Heimsæktu heimasíðu PayPal.is og fáðu nánari upplýsingar um PayPal, en íslenskar leiðbeiningar um hvernig þú stofnar PayPal reikning eru hér á heimasíðunni okkar.

Hvernig fæ ég boð í könnun?

Um leið og við höfum könnun sem hentar þínum bakgrunnsupplýsingum (t.d. kyn, aldur, búseta) færð þú tölvupóst sendan frá okkur um að þér sé boðið að taka þátt í könnun, hversu margar mínútur eru áætlaðar að hún muni taka að svara og hversu há upphæð sé í boði fyrir að klára þá könnun.

Afskráning?

Enginn er skuldbundinn til að vera skráður meðlimur í viðhorfahópnum og hægt er að afskrá sig hvenær sem er. Til þess að afskrá reikninginn þinn (og þar með allar bakgrunnsupplýsingar) hjá okkur getur þú annað hvort farið inn í þína upplýsingaskrá og í „Uppfæra upplýsingaskrá“ getur þú valið að „Loka reikning“ eða þú getur sent okkur tölvupóst á tolvisi@tolvisi.is og beðið okkur um að afskrá þig og við sendum tilbaka staðfestingu. Þótt þú afskráir erum við þér innilega þakklát fyrir að hafa veitt okkur þann tíma sem þú hefur sett í samstarf okkar og vonum að þú komir jafnvel aftur síðar meir.
Hvernig opna ég
PayPal reikning?

Skref 1: Farðu inn á www.paypal.com og smelltu á „Sign up“ hnappinn í efra hægra horni.

Skref 2: Veldu „Personal account“ og smelltu á „Continue“.

Skref 3: Veldu land („Iceland“ ætti að vera sjálfvalið), skráðu tölvupóstfangið þitt og veldu þér lykilorð (í fjórða og síðasta reitinum þarftu að endurtaka lykilorðið sem þú valdir). Smelltu á „Continue“ .

Skref 4: Fylltu inn þær upplýsingar sem beðið er um og hakaðu í kassann neðst fyrir ofan „Agree and continue“ hnappinn
(eftir að þú hefur lesið skilmálana).
Smelltu á staðfestingarhnappinn og haltu áfram yfir á næstu síðu.

Skref 5: Skráðu kortanúmer, gildistíma kortsins og öryggisnúmer (CSC) og smelltu á „Add Card“.

Skref 6: Farðu inn í tölvupóstinn þinn, þú ættir að hafa fengið sendan staðfestingarpóst frá PayPal. Smelltu á „Activate“ hnappinn. Þá mun opnast nýr gluggi/flipi þar sem þú þarft að skrá lykilorðið sem þú valdir. Nú ertu komin/-n inn á þitt svæði.

Aukaskref: Þú getur, ef þú vilt, tengt PayPal við bankareikning og þannig greitt fyrir vörur eða millifært greiðslur sem þú færð fyrir kannanir frá PayPal yfir á bankareikninginn þinn.